Frá upphafi til framkvæmdar

Mannvit sýnir árangur í verki með því að huga að öllum hliðum verkefnis, frá upphaflegri hugmynd til framkvæmdar. Sérfræðingar okkar búa að áratuga langri reynslu á öllum sviðum mannvirkjagerðar. Má þar nefna húsbyggingar, samgöngumannvirki, umferðar- og skipulagsmál, umhverfismál, vatnamælingar, landmælingar, jarðfræði og hljóðvist.

Sérfræðingar Mannvits hafa þá þekkingu sem þarf til úrlausnar á fjölbreyttum verkefnum hvort sem er á frumhönnunar-, verkhönnunar- eða byggingarstigi.

Verkefni

Mannvit hefur komið að hönnun skrifstofu-, þjónustu-, iðnaðar- og verslunarhúsnæðis ásamt veitu- og samgöngumannvirkja, s.s jarðganga, flugvalla, hafna, vega og brúa. Sérfræðingar Mannvits veita einnig ráðgjöf á sviði samgönguskipulags. Fyrirtækið býr yfir víðtækri þekkingu á hönnun veitumannvirkja, hvort sem um er að ræða hitaveitur, vatnsveitur, gagnaveitur eða fráveitur.

Skoða fleiri verkefni

Verkefni Mannvits eru mjög fjölbreytt og þverfagleg, því kemur starfsfólk Mannvits stöðugt inn með nýjungar sem eykur skilvirkni og árangur í þágu viðskiptavina.

Þjónusta